17.4.2013 | 23:14
Útskriftarnemendur Listnámsbrautar VMA sýna í Verksmiðjunni á Hjalteyri
Útskriftarnemendur Listnámsbrautar í Verkmenntaskóla Akureyrar bjóða þér á sýninguna Loksins sem haldin verður í gömlu verksmiðjunni á Hjalteyri helgina 20. og 21. apríl næstkomandi.
Húsið verður opið frá klukkan 14.00-17.00 báða dagana.
Nemendurnir sem eru 21 talsins munu hver og einn sýna lokaverkin sín sem þeir hafa verið að vinna að síðan í byrjun skólaannar. Verkin eru mjög fjölbreytt og hvetjum við ykkur eindregið til að kíkja til okkar.
Frír aðgangur er á sýninguna og mun verða boðið uppá heitt kakó og bakkelsi.
Þar sem engin kynding er í húsinu ráðleggjum við öllum að koma vel klæddir til að geta notið sýningarinnar til fulls.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Útskriftanemar Listnámsbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri.
Eftirtaldir nemendur eru að sýna verkin sín :
Snædís Birna Jósepsdóttir
Jón Arnar Kristjánsson
Gunnar Jarl Gunnarsson
Guðmundur Ragnar Frímann Vignisson
Ragnheiður Vilma Ingvarsdóttir
Karen Erludóttir
Guðfinna Gunnur Hafþórsdóttir
Sara Daníelsdóttir
Elfur Sunna
Þórhallur Jóhannsson
Sigurður Heimir Guðjónsson
Lilja Huld Friðjónsdóttir
Íris Björk
Agla Guðbjörg
Heiðbjört Ýrr Guðmundsdóttir
Kristín Jónsdóttir
Sigríður Pálmadóttir
Aðalbjörg Gunnarsdóttir
Anna Karen Eyjólfsdóttir
Erna Hermannsdóttir
Helga Dagný Einarsdóttir
https://www.facebook.com/events/325763527526950
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 23:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.