4.4.2013 | 22:16
Agnes Ársælsdóttir, Jón Arnar Kristjánsson og Þórður Indriði Björnsson sýna í Sal Myndlistarfélagsins
Talan þrír er skemmtileg að því leyti að hún fylgir í kjölfarið af tölunni tveimur og á undan fjórum, einnig erum við með 10 fingur, missir maður sjö verða einungis þrír eftir. Allt er þá þrennt er segir máltakið, óhöppin koma í þrennum og eru þau aðeins tilviljun, rétt eins og allt sem hrærist á þessari jörðu sem og tildrög þessarar sýningar. Samkvæmt Pýþagorasi var talan þrír hin fullkomna tala því hún átti sér upphaf, miðju og endi líkt og leikverk, kvikmynd, tónverk og lífvera. Talan þrír leikur stórt hlutverk í þjóðsögum og ævintýrum og magnar hún upp spennu líkt og spennan sem myndast á milli þriggja ólíkra einstaklinga sem komið er fyrir saman í tómu rými. Á sýningunni má sjá verk eftir þrjá einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að stunda myndlistarnám við Verkmenntaskólann á Akureyri. En það eru þau Agnes Ársælsdóttir, Jón Arnar Kristjánsson og Þórður Indriði Björnsson sem eiga í hlut.
Salur Myndlistarfélagsins,
Kaupvangsstræti 10, Listagili, 600 Akureyri.
Opnunartími:
Laugardagurinn 6.Apríl 14:00 - 21:00
Sunnudagurinn 7. Apríl 13:00 - 16:00
Látið orðið berast.
https://www.facebook.com/events/312485165547316/
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.