Soffía Árnadóttir sýnir í Ketilhúsinu

SA_Steinar2

Í SKUGGA TÁKNSTAFANNA

Ketilhús 6. apríl – 12. maí

Soffía Árnadóttir

 

Laugardaginn 6. apríl kl. 15 verður opnuð í Ketilhúsinu á Akureyri sýning á verkum eftir Soffíu Árnadóttur.  Á þessari fyrstu yfirlitssýningu á verkum hennar kennir margra grasa en Soffía er vel þekktur grafískur hönnuður og einn helsti leturmeistari landsins. Tungumálið mótar skilning okkar á tilverunni að stærstu leyti og táknmerkingar stafanna eru þeir járnbrautarteinar sem flest mannleg samskipti fara eftir. Þeir birta okkur sýnir og sjónarhorn, umvefja skilning okkar og skynjun á hlutveruleikanum og mynda þar með hina stafrænu matrixu. Það er þetta skuggaspil táknmerkjanna sem Soffía gerir sér mat úr. Letrið er hennar ær og kýr og vinnur hún það í ýmis efni, s.s. vatnsliti, blaðgyllingu, skinn, keramik, stein, gler, stál og tré, en áhugi hennar á því felst þó fyrst og fremst í formgerðum bókstafanna, sjónrænum möguleikum þeirra og útfærslu.

Sýningin stendur til 12. maí og er opið alla daga nema mánudaga og þriðjudaga kl. 13-17. Aðgangur er ókeypis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband