Ólafur Sveinsson opnar sýningu í Sal Myndlistarfélagsins

nikon_581.jpg

Ólafur Sveinsson opnar sýningu á blýantsteikningum og tréskúlptúrum, ásamt einni  mótorhjóla-innsetningu, laugardaginn 23. mars, kl. 14.00 í Sal Myndlistarfélagsins í Listagilinu á Akureyri.
Teikningarnar  hafa sumar verið sýndar áður,  bæði hér og erlendis en tré skúlptúrarnir hafa eigi verið opinberaðir fyrr en nú.
Innsetningin er túlkun á gömlu norðlensku slangri  „ Old Hondas never die they just go to Akureyris „
 
Verkin eru öll saga um tímann, manninn og ferðalag sem hófst fyrir löngu og stendur enn. Sjón er sögu ríkari og sagan rík af myndum.  Hér um að ræða sýningu sem er allt í senn rokk og ról, blues og huglægar túlkanir á fagurfræðilegum staðreyndum, minningum sem við eigum öll og hughrifum þeim sem verkin kunna að kveikja.  Eignastu augnablik í þessari örsýningu með því einu að mæta og sjá, upplifa og líka eður ei!
Sýningin er aðeins opinn þessa einu helgi, 23.-24. mars 2013 frá kl. 14.00- 17.00 báða dagana.

dscn1022.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband