Innlönd í Bókasafni Háskólans á Akureyri

gawuxrc.png

Guðmundur Ármann sýnir þrjár vatnslitamyndir og sex olíumálverk í Bókasafni Háskólans á Akureyri. Sýningin hefst fimmtudaginn 21. mars kl. 16 og lýkur 30. apríl 2013. Bókasafnið er opið mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 8.00 – 16.00, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 8.00 – 18.00. Vatnslitamyndirnar eru rannsókn á línum, litum og formum sem birtast okkur í náttúrunni og eru þær kveikjan að sex olíumálverkum sem eru einskonar innra landslag. Allir eru velkomnir á opnunina fimmtudaginn 21. mars kl. 16-18.
Guðmundur Ármann útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1966 og frá grafíkdeild Konsthögskolan Valand í Svíþjóð 1972. Hann lauk meistaranámi í kennslufræðum  við Háskólann á Akureyri og starfar sem kennari við listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri. Fyrsta einkasýning Guðmundar Ármanns var á Mokkakaffi í Reykjavík 1962 og sýndi hann þar blek, kol- og pastelteikningar; nú fylla einkasýningarnar rúma tvo tugi. Hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband