Guðbjörg Ringsted opnar málverkasýningu í Menningarhúsinu Hofi

hring_eftir_hring.jpg

Guðbjörg Ringsted opnar málverkasýningu í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri laugardaginn 2. febrúar 2013. Þar sýnir hún málverk sem flest eru máluð á síðasta ári og er viðfangsefnið íslenskur útsaumur sem fær nýtt hlutverk í meðförum listakonunnar.
Guðbjörg er fædd á Akureyri 1957 og útskrifaðist úr grafíkdeild MHÍ árið 1982. Hún hefur fengist við kennslu og myndlist frá útskrift og þá aðallega unnið með grafíkina. En um 2006 sneri hún sér að málverkinu og sýnir hér akrýlmálverk. Í ár eru liðin 30 ár frá fyrstu einkasýningu hennar og er sýningin í Hofi sú 26. Opnun er frá kl. 15 – 17. Sýningin stendur til 1. maí.
Guðbjörg er bæjarlistamaður Akureyrar 2012 til 2013.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband