Jóhanna Helga Þorkelsdóttir opnar sýningu í Ketilhúsinu

8prenta_minna1

KVEIKJA Í KETILHÚSI

Sýningin Kveikja verður opnuð í Ketilhúsinu á Akureyri laugardaginn 19. janúar kl. 15. Þar sýnir listakonan Jóhanna Helga Þorkelsdóttir ljóðrænar, náttúrutengdar innsetningar, útfærðar í takt við rýmið.

Í sýningunni tekst Jóhanna meðal annars á við upplifun mannsins í náttúrunni og hvernig sé mögulegt að endurskapa þá reynslu. Hún íhugar hvort hægt sé að líkja eftir þeirri dularfullu vellíðan sem svo oft fylgir náttúruupplifun, án aðkomu náttúrunnar sjálfrar og hefur í þeim tilgangi kynnt sér rannsóknir sem sýna að maðurinn hafi meðfædda þörf fyrir tengsl við náttúruna og ætti því vansælum, náttúrusviptum nútímamanninum að vera farsælast að hlaða batteríin úti í hinni guðsgrænu. Þótt náttúran reynist þessi uppspretta vellíðunar eru fáir sem daglega eyða miklum tíma í snertingu við hana. Í athugunum sínum hefur Jóhanna fundið rannsóknir sem sýna að jafnvel myndir af náttúru geri sama gagn, þ.e. að náttúrustaðgenglar geti gagnast okkur á svipaðan hátt og náttúran sjálf.

Í sýningunni er meðvitað reynt að flytja eftirlíkingar af náttúrunni inn í manngert umhverfi, líkt og landslagsmálverk gera, þótt miðlarnir séu hér örlítið frábrugðnir. Gerð er tilraun til að fanga dýrðina í náttúrunni sem heillað hefur listamanninn og koma henni fyrir í dauðum hlut; raða efnum, línum og litum þannig að andinn fari í efnið og sú innblásna tilfinning sem því fylgir að standa frammi fyrir náttúrunni lifi að einhverju leyti í verkinu.

Sýningin stendur til 24. febrúar og er opið alla daga nema mánudaga og þriðjudaga. Aðgangur er ókeypis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband