Nes listamiðstöð á Skagaströnd auglýsir eftir umsóknum frá íslenskum listamönnum

Studio_photo29f44f-300x104

Nes listamiðstöð á Skagaströnd  auglýsir eftir umsóknum frá íslenskum listamönnum. Í boði er 50 þús. kr. dvalarstyrkur fyrir hvern listamann á vorönn 2013, mars, apríl og maí. Gist er í íbúðum þar sem hver listamaður hefur sitt herbergi en deilir sameiginlegu rými með 2-3 öðrum listamönnum, flestum erlendum.
Í Nes listamiðstöð eru allt að 12 listamenn í hverjum mánuði og það býður upp á einstaka möguleika á tengslamyndun, tækifærum til samstarfs, umræðum og listrænni þróun. Á meðan styrkhafar dvelja í listamiðstöðinni þurfa þeir að koma með tillögu um samfélagsverkefni á staðnum og vinna að því.
Allar nánari upplýsingar eru á vefsíðunni:  http://neslist.is . Einnig er hægt að hafa samband við Melody á netfanginu nes@neslist.is . Umsóknarfresti lýkur 15. janúar 2013.
Menningarráð Norðurlands vestra styrkir Nes listamiðstöð til að bjóða íslenskum listamönnum dvalarstyrk gegn samfélagslegu framlagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband