Pang Rui Yun og Jonas Rubin opna myndlistarsýningar í Hrísey

 have_you_seen_the_pink_whale_hrisey_exhibition.jpg

 

HEFURÐU SÉÐ BLEIKA HVALINN?

Opnun sýningar í Húsi Hákarla-Jörundar og Sæborg í Hrísey

 

Listamennirnir Yun og Rubin hafa dvalið í Hrísey að undanförnu í vinnustofum listamanna í Gamla grunnskólanum sem er á vegum listahópsins Norðanbál. Listamennirnir hafa síðustu vikur unnið að sköpun sinni með styrk frá hinu 150 ára afmælisbarni Akureyri. Pang Rui Yun frá Singapúr og Jonas Rubin frá Danmörku skoða í verkum sínum samspil manns og náttúru með því að nota þá orku sem býr í umhverfinu. Rýnt er í tengsl mannlegrar tilveru og náttúrunnar með því að blanda saman ýmsum hráefnum og því sem af gengur í daglegu lífi.

Sýningin ber yfirskriftina „Hefurðu séð bleika hvalinn?“ og verður opin föstudaginn 30. nóvember kl. 16-20, og laugardaginn 1. desember og sunnudaginn 2. desember frá kl. 12-16. Sýnt verður í húsi Hákarla Jörundar og Sæborg. Ferjan Sævar siglir sex sinnum á dag milli lands og eyju. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni hrisey.net.

Allir velkomnir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband