4.10.2012 | 12:57
Umsókn um sýningarrými í Deiglunni og samkeppni um forsíðumynd
Viltu sýna í Deiglunni 2013?
Sjónlistamiðstöðin á Akureyri hefur nú auglýst sýningarými í Deiglunni laust til umsókna fyrir sýningarhald 2013. Áhugasamir skulu senda umsóknir fyrir 29. október n.k. til Sjónlistamiðstöðvarinnar, Kaupvangsstræti 12-24, 600 Akureyri, merktar Deiglan 2013 eða á neftangið haraldur@sjonlist.is
Umsókninni skulu fylgja eftirfarandi gögn:
Persónulegar upplýsingar
Ferilskrá ( ath. ef feillinn er stuttur eða um 1. sýningu að ræða þarf einungis að greina frá því)
Lýsing á fyrirhugaðri sýningu
Verk eftir viðkomanda. ( myndir af 5-10 verkum)
Ath. Sjónlistamiðstöðin áskilur sér rétt til að velja eða hafna öllum umsóknum.
Einnig hefur Sjónlistamiðstöðin auglýst samkeppni um forsíðumynd á sumarbækling sinn fyrir 2013. Í verðlaun eru kr. 100.000 og verða bestu myndirnar sýndar opinberlega. Frestur til að senda inn myndir er til 15. desember n.k.
Forsíðumynd:
Brot bæklings. 14,5 x 24. Hægt er að nálgast bækling ársins í ár í Ketilhúsi
Engin takmörkun er á efni, aðferð, viðfangsefni myndar nema að hún verður að vera prenttæk.
Nánari upplýsingar á sjonlist.is og hjá Haraldi í síma 461-2609.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.