Guðbjörg Ringsted opnar sýningu á Bókasafni Háskólans á Akureyri

gu_bjo_776_rg_1174664.jpg

Sýning Guðbjargar Ringsted, „Hugarflug“, opnar á Bókasafni Háskólans á Akureyri, fimmtudaginn 4. október kl. 16. Sýningin er opin mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 8.00 – 16.00, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 8.00 – 18.00 og stendur til 31. október 2012. Allir eru velkomnir.
Guðbjörg Ringsted er fædd á Akureyri árið 1957 og varð stúdent frá MA árið 1977. Hún úrskrifaðist úr grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands (nú Listaháskóli Íslands) árið 1982. Guðbjörg hefur unnið við kennslu og stundað myndlist síðan þá. Fyrst um sinn vann hún mest að grafíkverkum en undanfarin ár hefur hún unnið með málverkið og er viðfangsefnið íslenskt útsaumsmynstur sem eignast sitt eigið líf í meðförum Guðbjargar.
Saumuð blóm flögra um myndflötinn, ýmist kröftug og skýr eða dauf og draumkennd.
Sýningin á Bókasafni HA er 22. einkasýning Guðbjargar en hún hefur einnig tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hér heima og erlendis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband