Ásmundur Ásmundsson les upp í Flóru

kaeru_vinir.jpg

Ásmundur Ásmundsson les upp í Flóru
14. september 2012, kl. 17.00
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168

http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri


Myndlistarmaðurinn Ásmundur Ásmundsson mun lesa upp úr bók sinni “Kæru vinir / Dear friends” föstudaginn 14. september kl. 17.

Ásmundur er einn þriggja myndlistarmanna sem tilnefndur er til Sjónlistaverðlaunanna 2012. Árið 2011 kom út bókin “Kæru vinir / Dear friends” hjá Útúrdúr og hún inniheldur fjörbreyttar tækifærisræður sem Ásmundur hefur flutt við hin ýmsu tilefni. Ásmundur hefur gefið út nokkrar bækur og skrifað greinar í blöð og tímarit.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir og upplesturinn stendur frá kl. 17-17:30 eða þar um bil.


Flóra er verslun, vinnustofa og viðburðastaður Kristínar Þóru Kjartansdóttur félagsfræðings og garðyrkjukonu. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Listrænn ráðunautur staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband