TENGJA - myndverk eftir Hrefnu Harðardóttur í Uglunni

187856_234190683370137_119680927_n.jpg

Myndverkið TENGJA er ljósmyndaverk af 12 flottum og virkum konum sem allar eru búsettar við Eyjafjörð. Myndirnar eru svart-hvítar og rammaðar inn með efnisvafningum sem tengjast litatilveru viðkomandi konu.
Konurnar völdu sér hlut sem tengist henni á einhvern hátt og fylgir þeirra útskýring á tengingunni. Myndirnar voru teknar sumarið 2010. Hægt er að kaupa bók með verkunum á sýningunni. Allir velkomnir.
Uglan café er rétt innan við þjóðveg eitt, og er rauða húsið sem stendur við gamla Vaðlaheiðarveginn Fnjóskadalsmegin.

31. ágúst - 9. september 2012. 

Hrefna stundaði nám á myndlistarbraut MA og útskrifaðist frá Leirlistardeild MHÍ eftir nám árin 1992-1995 og kennaranám B.Ed. frá LHÍ árið 2007. Hún hefur sótt mörg námskeið í grafík, ljósmyndun og leirlist í Frakklandi, Ítalíu, Ungverjalandi og Englandi og haldið einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum víða um land og erlendis. 
Hún er félagi í Sambandi Íslenskra Myndlistarmanna, Myndlistarfélaginu og Leirlistarfélagi Íslands. 
Hrefna starfar á eigin verkstæði í Listagilinu Akureyri. sími 862-5640, tölvupostur hrefnah@simnet.is,  www.simnet.is/hrefnah

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband