Inga Björk sýnir á bókasafni Háskólans á Akureyri

draumeindir_160

Sýning Ingu Bjarkar Harðardóttur Draumeindir opnar á bókasafni Háskólans á Akureyri, sunnudaginn 2. september kl. 13.00. Sýning Ingu Bjarkar er opin mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 8.00 – 16.00, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 8.00 – 18.00 og stendur til 28. september. Allir eru velkomnir.

Innblástur sinn sækir Inga Björk vanalega í íslenska náttúru og umhverfi en nú kveðjur við annan tón. Inga Björk tekst á við abstrakt í olíumálverkum þar sem listakonan leitar inn á við og er efniviður  sýningarinnar tilfinningar. Barátta hamingju og gleði við depurð og angist flæðir um myndflötinn. Í tengslum við sýninguna setur listakonan fram ljóð móður sinnar, Önnu Maríu, í rýmið og endurspegla þau flæði tilfinninganna og kallast þau á við málverkin í túlkun og lit.

Inga Björk Harðardóttir er menntuð sem myndlistarmaður, gullsmiður og kennari auk þess að vera móðir þriggja barna og fjögurra stjúpsona.

Draumeindir er sjötta einkasýning Ingu Bjarkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband