24.8.2012 | 11:04
Sýningarlok í Verksmiðjunni á Hjalteyri um helgina
COLLABORATION_5
SAMSTARF_5
ANTON BOSNJAK / BEATE ENGL / LEONIE FELLE / SANDRA FILIC /
MAXIMILIAN GEUTER / ELIAS HASSOS / ALEXANDER STEIG / THOMAS THIEDE
Verksmiðjan á Hjalteyri / 04.08. - 26.08.2012 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri http://www.verksmidjan.blogspot.com
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17
Sýningunni COLLABORATION_5 / SAMSTARF_5 í Verksmiðjunni lýkur nú um helgina.
Sýningin hefur fengið afar lofsamlega dóma og til að mynda skrifar Þóroddur Bjarnason í gagnrýni í Fréttablaðinu: Styrkur sýningarinnar liggur í samtímis notkun tveggja mjög ólíkra sýningarrýma og góðu hlutfalli af áhugaverðum verkum, þar sem hversdagsleg viðfangsefni eru sett fram á látlausan hátt.
Verkefnið COLLABORATION_ (SAMSTARF_) www.collaboration-project.de var sett saman árið 2008 af listamönnum frá München í Þýskalandi undir stjórn Thomasar Thiede. Það byggir á því að kynna listamenn frá München á alþjóðlegum vettvangi og koma á samstarfi við aðra listamenn víðsvegar um heim. Sýningarnar COLLABORATION_5 / SAMSTARF_5 voru settar upp í GalleríBOXi / Sal Myndlistarfélagsins og í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Á þessum sýningum gefur að líta verk sem sérstaklega eru gerð fyrir þessa ólíku sýningarstaði með aðstoð íslenskra listamanna. Samstarf og samvinna eru mikilvægir þættir í vinnu listamannanna.
Sýningarstjórar: Hlynur Hallsson, Beate Engl, Thomas Thiede og Alexander Steig
Sýningunni í GalleríBOXi / Sal Myndlistarfélagsins lauk um síðustu helgi en sýningunni í Verksmiðjunni á Hjalteyri lýkur sunnudaginn 26. ágúst og er opið laugardag og sunnudag kl. 14-17.
Sýningin er styrkt af Sendiráði Þýskalands í Reykjavík, Menningarráði Eyþings, Stiftung Federkiel, Landeshauptstadt München Kulturreferat, Hörgárbyggð, Ásprent og Procar.
Verksmiðjan á Hjalteyri
Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð
http://www.verksmidjan.blogspot.com
https://www.facebook.com/pages/Verksmi%C3%B0jan-%C3%A1-Hjalteyri/92671772828
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.