Sköpun bernskunnar opnar í Sal Myndlistarfélagsins

una-small.jpg

Í Sal Myndlistarfélagsins verður opnuð sýningin "Sköpun bernskunnar" laugardaginn 25. ágúst kl. 14-17. þetta er samstarfsverkefni á milli Myndlistarfélagsins, Myndlistarskólans og Leikfangasafnsins  sem er í eigu Guðbjargar Ringsted og staðsett er í Friðbjarnarhúsi. Á sýningunni verða sýnd leikföng úr safninu, myndverk sem börn hafa unnið á myndlistarnámskeiðum hjá Rannveigu Helgadóttur í Myndlistarskólanum auk þess sýna Hlynur Hallsson, Hallmundur Kristinsson og Stefán Boulter verk sem öll tengjast æskunni á einn eða annan hátt. Þeir eru allir í Myndlistarfélaginu.

Laugardaginn 8. september verður dagskrá með fjórum fyrirlestrum tengdum sýningunni og sköpun barna.

Sýningin er opin til 9. september og er hún opin um helgar frá kl. 14-17 nema helgina 1. og 2. september þá er hún opin frá kl. 14-22 vegna 150 ára afmælishátíðar Akureyrar. Eyþing styrkti þetta verkefni. Sýningarstjóri er Guðrún Pálína Guðmundsdóttir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband