Uppskeruhátíð ræktunar og myndlistar sunnudaginn 26. ágúst

img_9979.jpg

Uppskeruhátíð ræktunar og myndlistar

Frá því 23. júní hefur verið myndlistarsýning við matjurtargarða bæjabúa á Krókeyri og í gömlu gróðrarstöðinni þar. Þar koma saman myndlistarmenn, listnemar og leikmenn. Sýnendur eru:

Arna G. Valsdóttir
Hlynur Hallsson og Krístín Þóra Kjartansdóttir (sameiginlegt verk)
Joris Rademaker
Guðrún Pálína Guðmundsdóttir
Ívar Hollanders og Victor Hollanders (sameiginlegt verk)
Sigrún Á. Héðinsdóttir
Þórarinn Blöndal

Þetta er í annað sinn sem þetta verkefni er haldið og eru allir sömu myndlistarmenn og síðast auk nýrra þátttakenda. Verkefnið var valið fyrir Íslands hönd á norrænu menningarhátíðina Nord Match í Helsinki haustið 2011. Verkefnið miðar að því að tengja saman list, ræktun matvæla og fræðslu.

img_7348.jpg

Viðburður með fræðslu og smökkun grænmetis verður sunnudaginn 26. ágúst kl. 15-17
við gömlu gróðrarstöðina á Krókeyri


Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, myndlistarmaður.
Talar um verkefnið, tildrög þess og um listaverkin sem þar eru.

Listnemarnir Victor og Ívar Hollanders fremja listgjörning í tengslum við myndverk sem þeir eiga á sýningunni.

Sigfríður Inga Karlsdóttir, ljósmóðir og áhugamanneskja um ræktun.
Talar um garðyrkju í víðara samhengi.

Kristín Kolbeinsdóttir, kennari og eigandi Silva-hráfæði Syðra-Laugalandi efra.
Talar um ræktun og möguelika á  að lifa af henni.

Jóhann Thorarensen, garðyrkjufræðingur hjá Akureyrarbæ.
Talar um hvað sameinar myndlist og matjurtir og um uppskeruna sem gestum er boðið að smakka.

Verkefnið er styrkt af Eyþingi og Afmælisnefnd Akureyrar vegna 150 ára afmælis bæjarins.
Verkefnisstjórar eru Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, myndlistarmaður  og Jóhann Thorarensen garðyrkjufræðingur hjá Akureyrarbæ.

img_9970.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband