Benni Valsson opnar "PROMO-SHOTS" í Ketilhúsinu

beinnivals_mail3.jpg

Opnun í Ketilhúsi
laugardaginn 4. ágúst kl. 15.
Benni Valsson „PROMO-SHOTS“
Sjónlistamiðstöðin kynnir með stolti ljósmyndarann og Akureyringinn Bernharð Valsson - Benna Vals, sem mun leggja undir sig Ketilhús í byrjun ágústmánaðar. Heimsfræg andlit munu hanga uppi um alla veggi og gefur hér að líta úrval verka frá síðastliðnum árum sem eiga það sammerkt að birta okkur leiftursýn af listamönnum í kynningarherferð á kvikmyndum, hljómplötum, tónleikum, bókum og öðrum sköpunarverkum sínum og voru myndirnar oft teknar við nokkuð knappar aðstæður, ósjaldan á hótelherbergjum. Sem dæmi um andlit á sýningunni má nefna Robbie Williams í stódíói í London og Leonardo DiCaprio og Martin Scorsese í anddyri kvikmyndahúss í París.

Sýningin stendur til 26. ágúst


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband