Brynhildur Kristinsdóttir og Laufey Margrét Pálsdóttir opna sýningu í Mjólkurbúðinni

bilda.jpg

Listakonurnar Brynhildur Kristinsdóttir og Laufey Margrét Pálsdóttir opna sýningu sína „ÉG VAR“ í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri 4. ágúst kl.15:00.


Sýning þeirra er innsetning og fjallar um það sem var og er:

Gardínukonan felur sig á bak við gluggatjöldin. Hún ber kvíða í brjósti og óttast að nú fái hún brátt heimsókn. Kvöldsólin brýtur sér leið framhjá þykkum tjöldunum og sendir geisla sína inn í stofuna, haustgolan læðist inn um opinn gluggann og rétt sem snöggvast er heimurinn hennar „stofan“ sveipuð ævintýraljóma. 
Handan við hornið eru rauðar verur sestar á skólabekk. Með glampa í augum og alls grunlausar um hvað bíður þeirra í menntaKERFI nútímans sitja þær vonglaðar og bíða.

Sýningin ÉG VAR stendur til 12.ágúst og eru allir velkomnir

opið laugardaga og sunnudaga kl.14-17 og eftir samkomulagi.

Brynhildur Kristinsdóttir bilda@simnet.is s.8683599
Laufey Margrét Pálsdóttir laufeym@internet.is s.8228707

Mjólkurbúðin á facebook - Vertu vinur!
Dagrún s.8957173

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband