"Í Björtu" opnar í Deiglunni laugardaginn 28. júlí

i_bjortu.jpg

Hildur María gaf sköpunarþörfinni lausan tauminn, sem síðan þróaðist í myndræna framsetningu, en til að byrja með var viðfangsefnið bundið við heklaðar gólfmottur. Þegar frá leið urðu verkin meðvitaðri í lit og stærð. Hún notar oft nafnorð sem kveikjuna að hugmynd og þykir henni bómull og silki vera bestu efnin í verkin. Það getur tekið dálítinn tíma að finna réttu litina sem hæfa í hverju tilviki fyrir sig. Hildur hefur einnig notað laukhýði við litun á efnum ef þau eru ekki til taks. Verkferlið er hreinn litaspuni sem er í takti við fatamarkaði bæjarins, en markmiðið var að endurnýta fatnaðinn markvisst. Henni finnst dagsbirtan færa sér óskasamhljóm litanna. Stærsta verkið á sýningunni, Andalúsían, tók átta mánuði í vinnslu. Áhugaverðast og skemmtilegast finnst þó Hildi þegar verkið umbreytist í stóran myndflöt. Að sjá fyrir sér liti sem falla vel saman er í senn spennandi og heillandi nýtt upphaf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband