24.7.2012 | 21:39
Sýningunni Fjögur tilbrigði við stemningu í Verksmiðjunni á Hjalteyri lýkur á sunnudag
Verksmiðjan á Hjalteyri
Fjögur tilbrigði við stemningu
Elvar Már Kjartansson
Hanna Christel Sigurkarlsdóttir
Helgi Örn Pétursson
Þórunn Eymundardóttir
28. júní - 29. júlí 2012
Opið alla daga nema mánudaga kl. 14-17
Sýningunni Fjögur tilbrigði við stemningu í Verksmiðjunni á Hjalteyri lýkur sunnudaginn 29. júlí. Sýningin er opin alla daga kl. 14-17 og aðgangur er ókeypis.
Listamennirnir Elvar Már Kjartansson, Hanna Christel Sigurkarlsdóttir, Helgi Örn Pétursson og Þórunn Eymundardóttir hafa helgað sér rýmið í Verksmiðjunni á Hjalteyri undanfarnar vikur. Þau hafa unnið margoft saman að ýmsum verkefnum, m.a. sýningum, kennslu og tónleikum. Listamennirnir vinna í fjölbreytta miðla og sýningin stendur saman af skúlptúrískum verkum sem kallast á hvert við annað. Ljós og hljóð eru inngróinn hluti af verkunum, binda þau saman í eins konar innra samtali í víðum geimi Verksmiðjunnar.
Nánari upplýsingar gefur Þórunn Eymundadóttir í s. 869 5107 og í thorunne@gmail.com
Menningarráð Eyþings, Hörgársveit og Ásprent eru stuðningsaðilar sýningarinnar.
Verksmiðjan á Hjalteyri
Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð
http://www.verksmidjan.blogspot.com
https://www.facebook.com/pages/Verksmi%C3%B0jan-%C3%A1-Hjalteyri/92671772828
https://www.facebook.com/events/229326890521261
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:51 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.