Sýningin Dýfurnar opnar í Sundlaug Akureyrar

dyfur_augl_dagskrain_3

Sýningin opnar 29. júní og stendur til 5. september
og er opin á opnunartíma Sundlaugar Akureyrar 06:45 til 21:00 mánudaga til föstudaga. Laugadaga og sunnudaga 08:00 til 19:30.
 
Dýfurnar, magnaðar innsetningar í umsjón Sjónlistamiðstöðvarinnar sem býður upp á ferska sýn á einn helsta samkomustað bæjarbúa, Sundlaug Akureyrar. Samtals 100 þátttakendur, myndlistarmenn, listnemar og börn umbreyta þannig andrúmsloftinu svo að laugin verður að hálfgerðu „skúlptúrmálverki“. Sýningin þenur út hugmyndir okkar um baðmenningu og hrærir í skilningarvitunum með uppbyggilegum hætti líkt og róandi nuddpottur sem virkar í næstum öllum veðurskilyrðum. Anddyrið „innmálar“ sig, veggir „útmála“ sig, aspirnar eru umvafðar skærgulum viðvörunarborðum laganna varða og vindhörpur klingja í trjágreinum á meðan listnemar bregða á leik. Baðgestir geta einnig skroppið til paradísareyjunnar Balí og það án þess að borga krónu fyrir eða hafa fyrir því að pakka ofan í töskur. Dýfðu þér á bólakaf ofan í nýja sálma og syntu 150 metrana í átt að innsta draumi þínum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband