20.6.2012 | 10:07
Myndlistarsýning við matjurtargarða Akureyrarbæjar
Laugardaginn 23. júní kl. 15-17 opnar myndlistarsýning við matjurtargarða bæjarins sem eru við gömlu gróðrarstöðina á Krókeyri í Innbænum, (ofan við Iðnaðar- og Mótorhjólasöfnin).
Sýningin er hluti verkefnis Guðrúnar Pálínu Guðmundsdóttur myndlistarmanns og Jóhanns Thorarinsens garðyrkjufræðings, sem nefnist Uppskeruhátíð ræktunar og myndlistar.
Verkefnið hófst 2010 og var í kjölfarið valið til norrænu menningarráðstefnunnar Nordmatch í Helsinki fyrir Íslands hönd. Þá tóku fimm myndlistarmenn þátt í sýningunni og einn félags- og garðyrkjufræðingur. Í ár hefur sýningin stækkað og bætt við sig leikmönnum og listnemum og eru þeir samtals ellefu. Þátttakendur í sýningunni eru Arna G. Valsdóttir, Hlynur Hallsson, Kristín Þóra Kjartansdóttir, Þórarinn Blöndal, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, Joris Rademaker, Sigrún Héðinsdóttir, Júlía Runólfsdóttir, Hugi Hlynsson, Viktor Hollanders og Ívar Hollanders.
Afmælisnefnd Akureyrar vegna 150 ára afmælis bæjarins og Eyþing styrktu verkefnið. 26. ágúst verður svo uppskeruhátíðin þegar menn geta gætt sér á uppskerunni, ásamt því að hlýða á fyrirlestra um myndlist, gróður og ræktun.
Allir eru velkomnir.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Umhverfismál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.