Birgir Sigurðsson opnar sýningu í Flóru

birgir_sy_769_ning.jpg

Laugardaginn 16. júní kl. 14 opnar Birgir Sigurðsson myndlistarsýningu sem nefnist „Reynslusaga matarfíkils” í Flóru í Listagilinu á Akureyri. Sýningin er vídeo-innsetning sem gefur áhorfandanum innsýn inn í heim matarfíkils. Gjörningurinn „Reglugerð um ofát” verður fluttur kl. 14.

„Efniviður sýningarinnar er upplifun mín og reynsla af matarfíkn“ segir Birgir. „Sýningin er þakklæti til matarfíknarinnar sem hefur skipt mig miklu máli í mínu lífi. Mér finnst engin þörf á að tala um þyngd, þyngdartap eða annað sem snýr að þyngd líkamans. Ég er að fjalla um næturátið mitt og hvernig það hefur birst mér allt mitt líf: Ég vakna til að borða og get ekki hætt.“
Birgir Sigurðsson er menntaður rafvirki og er að mestu sjálfmenntaður í myndlist. Hann hefur á undaförnum 14 árum haldið fjölmargar myndlistarsýningar og rekur nú 002 Gallerí á heimili sínu í Hafnarfirði.  
Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru og stendur til laugardagsins 7. Júlí 2012. Einnig verður boðið upp á listamannaspjall með Birgi Sigurðssyni, fimmtudaginn 5.júlí kl. 20.00.

Nánari upplýsingar veitir Birgir í síma 867 3196 í pósti 002galleri@talnet.is

Flóra er verslun, vinnustofa og viðburðastaður Kristínar Þóru Kjartansdóttur félagsfræðings og garðyrkjukonu. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Listrænn ráðunautur staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður.

birgir.jpg

Birgir Sigurðsson
Reynslusaga matarfíkils
16. júní - 7. júlí 2012
Opnun og gjörningur laugardaginn 16. júní kl. 14
Flóra, Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri, s. 6610168

http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband