Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnar skúlptúrsýningu á Icelandair Hótel Reykjavík Natura

Miðvikudaginn 21. mars opnar Aðalheiður S. Eysteinsdóttir skúlptúrsýningu á Icelandair Hótel Reykjavík Natura. Sýningin er sú þrítugasta og sjötta í verkefninu "Réttardagur 50 sýninga röð" sem staðið hefur yfir síðan 2008. Settar verða upp 50 sýningar víða um heim á fimm ára tímabili, sem fjalla allar á einn eða annan hátt um þá menningu sem skapast útfrá íslensku sauðkindinni.

Sýningin á Icelandair Hótel Reykjavík Natura ber yfirskriftina "Bændur í borgarferð". Að fengitíma liðnum, meðan beðið er sauðburðar, gefst bændum færi á að bregða sér í borgarferð. Vinnugallinn látinn til hliðar og betri fötin tekin fram. Stigið inn í velmetinn heim þjónustu og þæginda. Úr hugarfylgsnum læðast framtíðardraumar um sveitina sem færir þeim gjöfult líf í dagsins önn. Sýningin stendur yfir á Hönnunarmars og er opin allan sólarhringinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband