20.3.2012 | 10:26
ÁLFkonur opna ljósmyndasýningu í Listagilinu á Akureyri
ÁLFkonur opna ljósmyndasýninguna 30 DAGAR
á Langa-Gangi í Listagilinu á Akureyri,
laugardaginn 24. mars
kl. 13.00 sem jafnframt er GILDAGUR í Listagilinu.
Sýningin stendur aðeins í 2 daga : laugardag 24. mars kl. 13 - 18 og sunnudag 25. mars kl. 13 - 17.
Sýningin er á veggjum á LANGA-GANGI sem er á annarri hæð í Kaupvangsstræti 10,
ÁLFkonur er félagskapur kvenna
(ÁhugaLjósmyndaraFélag fyrir konur á Eyjafjarðarsvæðinu) sem hafa ljósmyndun að áhugamáli
og er þessi sýning afrakstur þátttöku í 30 daga áskorun sem fólst í því að taka eina mynd á dag í einn mánuð. Þemað var fyrirfram ákveðið og hérmeð birtist útkoman.
Þetta er fimmta samsýning hópsins en þátttakendur að þessu sinni eru;
Agnes H. Skúladóttir, Berglind H. Helgadóttir, Ester Guðbjörnsdóttir, Díana Bryndís, Gunnlaug Friðriksdóttir, Halla S. Gunnlaugsdóttir, Helga H. Gunnlaugsdóttir, Hrefna Harðardóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Linda Ólafsdóttir og Margrét Elfa Jónsdóttir.
Agnes Heiða Skúladóttir, sími : 862-2922 hm22@est.is
Berglind Helgasdóttir, sími : 863-1409 berglindhelga@simnet.is
Linda Ólafsdóttir, sími : 867-8000 fotolind@gmail.com
Hrefna Harðardóttir, sími : 862-5642 hrefnah@simnet.is
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.