4.3.2012 | 10:28
Sýningarlok og spjall Guðrúnar Þórsdóttur í Flóru, Listagili
Guðrún Þórsdóttir - spjall í Flóru
þriðjudaginn 13. mars 2012 kl. 20
Sýning Guðrúnar Þórsdóttur Ekkert hlutverk hefur staðið í Flóru frá því í janúar og hefur nú verið framlengd til og með laugardagsins 17. mars. Nú fer hver að verða síðastur að sjá sýninguna, en gott tækifæri gefst einmitt til þess þriðjudaginn 13. mars en þá er hægt að hitta á Guðrúnu og ræða um verk hennar og pælingar í góðu tómi.
Guðrún hefur verið að skoða heimildaljósmyndun í vetur í Myndlistaskólanum á Akureyri þar sem hún mun ljúka námi úr fagurlistadeild í vor. Hún stefnir á meira nám í myndlist áður en langt um líður. Guðrún hefur unnið við ýmislegt um tíðina og þá aðallega í menningar- og mannúðarmálum og fer það vel með myndlistinni.
Guðrún segir um sýninguna: "Mikið er um fordóma hér á landi og sérstaklega gagnvart asískum eiginkonum. Ég var svo lánsöm að finna fjölskyldu sem var til í að láta mynda sig. Að vera fluga á vegg hjá fjölskyldu sem ég þekki ekkert, að ná tengslum og trausti er gerlegt með gagnkvæmri virðingu."
Flóra, Listagilinu á Akureyri, Kaupvangsstræti 23,
600 Akureyri, s. 6610168 www.floraflora.is
www.facebook.com/flora.akureyri
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.