Habby Osk sýnir í GalleríBoxi

 

nothing_sticks_poster.jpg

Laugardaginn 3. mars kl. 14:00 opnar Habby Osk sýninguna Nothing Sticks - A drifter’s story í GalleríBoxi. Sýningin samanstendur af ljósmyndum úr hluta af ljósmyndaseríunni Nothing Sticks - A drifter’s story og mun bók koma út seinna á árinu með allri seríunni.

 

Nokkrum mánuðum eftir að Habby Osk útskrifaðist úr meistaranámi sínu í myndlist frá The School of Visual Arts í New York árið 2009, þá pakkaði hún ofan í ferðatösku og hefur síðan lifað sem eins konar “drifter”. Á þessum tíma hefur hún tekið fjöldann allan af ljósmyndum á ferðalögum sínum, sem spanna allt frá stórborgum yfir á fáfarnar slóðir.

 

Verk Habby Osk hafa verið sýnd víðsvegar um Evrópu og Bandaríkin. Nú síðast á The 8th Berlin International Directors Lounge Film and Video Festival og Re:Rotterdam Art Fair.

 

Sýningin stendur til 11. mars. Opnunartími um helgar 14:00-17:00 og á skrifstofutíma á virkum dögum.  GalleríBOX, Kaupvangsstræti 10, 600 Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband