Sólveig Thoroddsen sýnir í Mjólkurbúðinni í Listagili

attachment_1137222.jpg

Sólveig Thoroddsen opnar sýninguna NORÐUR í Mjólkurbúðinni Listagili,
föstudaginn 24. febrúar kl. 17 og eru allir velkomnir.

Sólveig Thoroddsen um sýninguna Norður:

Sýning "Norður" byggir á dvöl minni á Svalbarða í nóvember síðastliðnum. Í
verkum mínum túlka ég áhrif náttúru, samfélags og umhverfis. Sérstaklega er
mér hugleikið sambandið milli manns og náttúru, aðlögun beggja afla hvort að
öðru og spennuna sem ríkir oft milli þessa ólíku en þó náskyldu afla, því
maðurinn er, þegar allt kemur til alls, hluti af náttúrunni.

Sólveig Thoroddsen útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands vorið 2010 og er
þetta fyrsta einkasýning hennar. Sólveig hefur tekið virkan þátt í
samsýningum og má þar nefna m.a. þátttöku Sólveigar í myndlistasýningunni
Nýjir Þjóðhættir á vegum Úti Á Túni Menningarfélags á Húsavík á mærudögum
2011 og í samsýningu Dieter Roth Akademíunnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri
2010.


Sýningin NORÐUR stendur aðeins þessa einu helgi 24.-26.febrúar og er opið:

Föstudag kl.17-20

Laugardag og sunnudag kl.14-17.

ALLIR VELKOMNIR



Heimasíða Sólveigar Thoroddsen

s.8624896
solveigthoroddsen@gmail.com

Mjólkurbúðin á facebook

s.8957173


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband