OPIN SAMKEPPNI UM VEGGSPJALD LISTAHÁTÍÐAR 2012
Listahátíð í Reykjavík, í samvinnu við Hönnunarmiðstöð, efnir til opinnar samkeppni meðal hönnuða og myndlistarmanna um veggspjald Listahátíðar í Reykjavík 2012.
Verkefnið felur í sér að gera tillögu að veggspjaldi Listahátíðar í Reykjavík 2012 sem haldin er dagana 18. maí til 3. júní. Þátttakendur hafa frjálsar hendur um útfærslu en hugmyndin er að hún veki tilfinningu fólks fyrir Listahátíð í Reykjavík sem haldin er árlega á vorin.
Höfundur verðlaunatillögu hlýtur verðlaun að upphæð 500.000 krónur og verða úrslit samkeppninnar tilkynnt í upptakti að Hönnunarmars, þann 20. mars 2012.
Opin samkeppni um hönnun veggspjalds er nýbreytni hjá Listahátíð, en í yfir fjörutíu ára sögu hennar hefur fjöldi hönnuða og myndlistarmanna verið valinn til að hanna veggspjöld sem fangað hafa tíðarandann og sett svip sinn á borgina á vorin. Hafa þau verið með ýmsu móti og ýmist tengst viðburðum, listamönnum og verkum Listahátíðar eða verið sjálfstæð hönnun.
Tillögum skal skilað undir dulnefni í Hönnunarmiðstöð Íslands fyrir kl. 12.00 fimmtudaginn 23. febrúar 2012.
Allar nánari upplýsingar og samkeppnislýsing eru á:
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.