Að mála bæinn rauðann, fyrirlestur í Ketilhúsinu

garibaldi.jpg

Föstudaginn 13. janúar kl 15:00, Ketilhúsið.
Einar Garibaldi Eiríksson myndlistarmaður heldur fyrirlestur um nýja strauma í málverki.
Hann mun fjalla um bakgrunn og forsendur ýmissa hugmynda sem verið hafa áberandi í umræðunni um málverkið síðustu misseri, ásamt því að sýna dæmi um birtingarmyndir miðilsins í alþjóðlegri samtímalist.
Þess má geta að Einar er sýningarstjóri sýningarinnar „Rými málverksins“ sem opnar í Listasafninu á Akureyri laugardaginn 14. janúar kl. 15.00, þar sem 12 ungir listamenn sýna verk sín.
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband