10.1.2012 | 20:21
Alþjóðleg ráðstefna um tungumál og listir í Norræna húsinu
Háskóli Íslands, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Norræna húsið
Reykjavík 24.26. maí 2012 (frestur hefur verið framlengdur til 31. janúar 2012)
Art in Translation er þriggja daga ráðstefna sem stefnt er að því að halda annað hvert ár. Hún var fyrst haldin í maí 2010 og verður haldin aftur í maí 2012. Á ráðstefnunni verða hátíðarfyrirlestrar, tónleikar, myndlistarsýning og fleiri viðburðir meðfram fræðilegum fyrirlestrum og listrænum gjörningum. Markmiðið er að búa til þverfaglegan vettvang handa fræðimönnum, listamönnum og almenningi til að skoða tengingar milli tungumáls og ýmissa listforma.
Sjá nánar um áherslur ráðstefnunnar að þessu sinni hér fyrir neðan, í viðhengi (ef það skilar sér) eða á vefsíðunni https://artintranslation.hi.is/. Tillögur sendist á netfangið artintranslation@hi.is fyrir 31. janúar 2012.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.