Snorri Ásmundsson opnar sýninguna 549 26 777777 131166 4199 í Flóru á Akureyri

snorri.jpg

Snorri Ásmundsson
549 26 777777 131166 4199
19. nóvember 2011 - 7. janúar 2012
Flóra, Listagilinu á Akureyri, Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri, s. 6610168

http://floraflora.is

https://www.facebook.com/flora.akureyri

Laugardaginn 19. nóvember kl. 14 á opnar Snorri Ásmundsson myndlistarsýningu sem hann nefnir "549 26 777777 131166 4199" í Flóru í Listagilinu á Akureyri.

Sýningin saman stendur af teikningum og setningum. Þar á meðal facebook statusum og quotum listamannsins.

Snorri Ásmundsson er listamaður sem hóf listamannaferil sinn einmitt Listagilinu á Akureyri og árið 1997 rak hann gallerí í Kaupvangstræti 23 í Gilinu, nákvæmlega í því rými sem hann sýnir nú í. Galleríið nefndist International gallery of Snorri Asmundsson og voru þar nokkrar mjög athygglisverðar sýningar og má þá nefna ævintýri listakattarins Loka. Snorri hefur síðan oft leitast við að hafa bein áhrif á samfélagið með opinberum uppákomum. Hann hefur fengist við að skoða viðbrögð umhverfisins, þ.e. viðbrögð fólks við því þegar viðurkenndum gildum er snúið á hvolf og þegar, annars valdalaus, einstaklingur tekur sér vald sem alla jafna er úthlutað eftir fyrirfram gefnum reglum. Hvernig svo sem fólk bregst við þessum uppátækjum listamannsins þá er hann fyrst og fremst að ögra samfélaginu og gildum þess. Hann leitar á mið sem kalla á snörp viðbrögð og kannar um leið mörk náungans og væntanlega sín eigin.

Snorri er einn af stofnendum Kling og bang gallerís og leikhúss listamanna.

Hann hefur undanfarin ár truflað tilveru fólks með umfangsmiklum og eftirtektarverðum gjörningum sínum sem hafa oftar en ekki beinst að helstu feimnismálum almennings eins og pólitík, kynlífi og trúmálum.
Borgarstjórnarframboð, forsetaframboð, tilnefningar til heiðursborgara og sala aflátsbréfa svo dæmi séu tekin. Bókin Beauty Swift Generation Revolution kom út árið 2009 og þá bók kallar hann opinberunarbókina. Snorri er búsettur núna í Antwerpen í Belgíu en verður viðstaddur opnunina í Flóru. Hann veitir nánari upplýsingar í síma 692 9526.

Sýning Snorra stendur til laugardagsins 7. janúar 2012.

Flóra er verslun, vinnustofa og viðburðastaður Kristínar Þóru Kjartansdóttur félagsfræðings og garðyrkjukonu. Listrænn ráðunautur og kaffibarþjónn staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður. Áður hafa Arna Vals og Þórarinn Blöndal sett upp sýningar í Flóru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband