Gústav Geir Bollason: Síðasta sýningarhelgi í Listasafninu á Akureyri

20110607__ICELAND-volundur-_MG_6728_vef


Núna um helgina er að renna upp síðasta sýningarhelgi yfirlitssýningar á verkum Gústavs Geirs Bollasonar – Hýslar umbreytingarinnar – í Listasafninu á Akureyri. Sýningin hefur vakið mikla athygli og þá ekki síst hjá listafólki og listnemum. Sýningunni lýkur sunnudaginn 30. október kl. 17.

Þetta er í fyrsta sinn sem yfirlitssýning á verkum Gústavs er haldinn og gefst því gott tækifæri til að fá innsýn í feril þessa einstaka listamanns. Gústav hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hér heima og erlendis og haldið tíu einkasýningar.

Glundroði og hrörnun eru hugðarefni Gústavs Geirs. Verk hans hverfast um tækifærin sem felast í framrás tímans. Hann vinnur með hluti sem fundnir eru á víðavangi, leikur sér með rekavið náttúrunnar og reköld mannanna. Landslagið læðist inn í ljósmyndasamsetningar, abstrakt grafísk verk og jafnvel verk búin til úr jörðinni sjálfri. Bútar úr jörðinni hafa verið sviptir samhengi sínu og hrifnir inn í safnið og bíða þess þar að áhorfandinn púsli þeim saman í verkunum og á milli verka.

Gústav Geir er fæddur á Akureyri árið 1966. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1987-’89, nam við Magyar Képzömüveszeti Egyetem í Búdapest 1989-’90 og lauk DNSEP gráðu við Ecole Nationale d’Art í Frakklandi árið 1995. Gústav er einn af stofnendum Verksmiðjunnar á Hjalteyri og situr í stjórn hennar.

Myndir frá sýningunni er hægt að skoða á vef safnsins
Listasafnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl 12-17.

Nánari upplýsingar:

Safnfulltrúi:
Sóley Björk Stefánsdóttir
s: 844-1555

Forstöðumaður og sýningarstjóri:
Hannes Sigurðsson
s: 899-3386


www.listasafn.akureyri.is


email: art@art.is

Sími: 461-2610


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband