19.10.2011 | 22:16
Lárus H. List og Huldufólk í Mjólkurbúðinni
Listamaðurinn Lárus H. List opnar málverkasýningu í Mjólkurbúðinni
Listagilinu Akureyri laugardaginn 22 október Kl. 14.
Lárus H. List sýnir ný málverk af Huldufólki en hann hefur áður bæði
skrifað um Huldufólk og haldið málverkssýningar um Huldufólk. Má þar nefna
skálssögu Lárusar Gátuhjólið sem kom út 1994 og sýninguna List í álögum árið
1997 en þar segir meistari Bragi Ásgeirsson Listmálari um sýninguna :
"Af dúknum má ljóslega ráða að Lárus List máli af fingrum fram og láti
tilfallandi innblástur ráða för pensilstúfsins um grunnmál myndflatarins
hverju sinni. Svona líkt og nýbylgjumálarar níunda árartugarins gerðu er
þeir voru hvað upp TENDRAÐASTIR. List í álögum er myndefnið heimur álfa og
huldufólks og óljósra skila á vettvangi hvunndagsins og má af dúknum ráða
að Lárus List hefur eitt og annað numið af þeim listamönnum sem sýnt hafa
á Listasafni Akureyrar. AÐ BAKI ÓSTÝRILÁTRI LEIKGLEÐINNI SKYNJAR MAÐUR HIÐ
LITGLAÐA NÁTTÚRUBARN SEM FER SÝNU FRAM Í NEISTA UPPRUNALEGRA HÆFILEIKA."
Eins segir Jón Proppé Listheimspekingur um sýningun NÁTTÚRAN Í BLÓÐINU 1998:
"Lárus H. List málar abstrakt myndir, náttúrustemmingar með olíulitum .
Hann hefur áður málað myndir þar sem heimur álfa og huldufólks hefur verið
viðfangsefnið, nú sleppir hann alveg hluttengingunni - jafnvel þótt deila
megi um hversu hlutbundnar myndir úr álfheimum kunni að vera - og lætur
hann litina og formin tala sjálf. Viðfangsefnið þessara mynda er BIRTAN
sjálf, einkum VETRARBIRTAN. Málverkinn eru frjálslega unnin,
litaandstæðurnar oft skarpar og formið gróft. En hvíti liturinn er alltaf
sterkur og Lárus List málar gjarnan yfir aðra fleti svo allt virðist séð
gegnum hríðarkófið. ÞANNIG FANGA MYNDIRNAR VEL VETRARSÝN Á NORÐUR SLÓÐUM."
Lárus H List hefur haldið fjölda einkasýninga og samsýninga bæði á Íslandi og
erlendis.
Sýninginn er opinn laugardaga og sunnudaga kl.14-17 eða eftir frekara
samkomulagi og eru allir velkomnir.
Sýningarlok eru sunnudaginn 30.október
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.