13.10.2011 | 07:42
Harpa Arnardóttir með fyrirlestur í Ketilhúsinu
Hörpuleikarinn
Fyrirlestur í Ketilhúsinu í Listagili föstudaginn 14.10.2011 kl. 14.00
Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.
Harpa Arnardóttir, leikkona og leikstjóri, litast um í ljósaskiptunum, þar
sem mætast lífið og listin og innri veruleikinn reynir við þann ytri.
Harpa nam myndlist við MHÍ 1984-86 og útskrifaðist úr Leiklistarskóla
Íslands 1990.
Hún á fjölbreeyttan feril sem leikari, leikstjóri, tónlistarmaður, kennari
og fararstjóri og í dag stundar hún meistaranám í Ritlist við HÍ.
Hún hlaut Grímuna árið 2009 fyrir leik sinn í Steinar í Djúpinu, en auk þess
hefur hún verið tilnefnd 5 sinnum verið tilnefnd til Grímunnar sem besta
leikkona í aðalhlutverki.
Meðal fjölda verka sem Harpa hefur leikið í eru: And Björk of course (Borgarleikhúsið), Dauðasyndirnar (Borgarleikhúsið), Dimmalimm (Augnablik),
Skilaboðaskjóðan (Þjóðleikhúsið ) Dubbeldusch (Vesturport/ Leikfélag
Akureyrar) og Woyzek (Vesturport).
Hún gerði leikgerðir upp úr þrem verkum sem eru: Blíðfinnur (Borgarleikhúsið) Rómeo, Júlía og Amor (Borgarleikhúsið) og Tristan og Ísól
(Augnablik) og leikstýrði þeim einnig og leikstýrði verkunum: Náttúruóperan
eftir Andra Snæ (MH), Þrjár systur (Nemendaleikhúsið) og nú síðast
Súldarsker (Tjarnarbíó ).
Fyrirlesturinn er sá þriðji þetta haustið í fyrirlestraröð Listnámsbrautar
VMA, Listasafnsins á Akureyri og Menningarmiðstöðvarinnar í Grófargili.
Fyrirlestraröðin sem hefur verið starfrækt til fjölda ára er hluti af námi
nemenda á listnámsbraut VMA en er öllum opin.
Guðmundur Ármann Sigurjónsson myndlistarmaður og kennari við VMA og Þröstur
Ásmundsson heimspeki og sögukennari við VMA eiga upphaflegu hugmyndina sem
er að fólk úr ólíkum geirum menningarheimsins gefi innsýn í sinn heim.
Hlynur Hallsson myndlistarmaður hóf veturinn með fyrirlestri sem hann nefndi
" Sýningarstjórn og samfélagsrýni" og tónlistarmaðurinn Mugison var næstur
og nefndi fyrirlestur sinn " Hljóðbóndinn".
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 07:44 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.