UMSÓKN UM ÞÁTTTÖKU Á LISTASUMRI Á AKUREYRI 2012

listasumar_logo_flj%C3%B3tandi

Listasumar á Akureyri auglýsir eftir umsóknum um þátttöku á sviði sjónlista á Listasumri 2012, 19. júní – 25. ágúst 2012.

Umsóknarfrestur er til 20. janúar 2012.

Umsóknareyðublað og skilmála fyrir þátttakendur má nálgast hér.

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér skilmálana áður en þeir sækja um.

Nánari upplýsingar síma 466 2609.

Umsóknir og fylgigögn skulu send á neðanskráð póstfang, póststimplað í síðasta lagi 20. janúar 2012:

Listasumar á Akureyri
, Pósthólf 115, 602 Akureyri


ATHUGIÐ! Vegna fyrirhugaðra breytinga á rekstrarfyrirkomulagi, þar sem Listasafnið á Akureyri og Menningarmiðstöðin í Listagili (sem hefur séð um framkvæmd Listasumars) sameinast í eina stofnun um næstu áramót, er viðbúið að einhverjar breytingar geti orðið á fyrirkomulaginu. Það mun þá verða kynnt sérstaklega á opinberum vettvangi og umsækjendur sem þegar hafa skilað inn umsóknum verða látnir vita.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband