Dagrún Matthíasdóttir sýnir í Cælum Gallery í New York

dagrun_1112501.jpg

Þrjár skandinavískar listakonur sýna í Cælum Gallery á Manhattan í New York.
Listakonurnar Dagrún Matthíasdóttir frá Íslandi, Gunn Morstöl frá Noregi
og Helen Molin frá Svíþjóð opnuðu sýninguna „Delicious“ í Cælum Gallery í
Chelsea á Manhattan í New York nú í vikunni og taka á móti gestum í
formlegu opnunarteiti 29. sept. milli kl. 18-20.

Listakonurnar hittust á stórri samsýningu í Eyjafirði, Staðfugl-Farfugl
árið 2008 og ákváðu þá að hittast og sýna saman í framtíðinni sem nú er
orðið að veruleika.

Dagrún Matthíasdóttir sýnir málverk unnin með olíu og blandaðri tækni og
er umfjöllunarefnið matur og matgæðingar.

Helen Molin er búsett í Gautaborg í Svíþjóð, sýnir stór málverk unnin með
eggtempúru og fjallar um skynjun hins mannlega í bland við náttúruna.

Gunn Morstöl er frá Isfjorden í Noregi. Hún sýnir málverk unnin með
blandaðri tækni og ætingu, þæfða skúlptúra og textílverk og er
umfjöllunarefnið rómantískt og fjallar um mannleg samskipti.

Nánar: http://caelumgallery.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband