Björg og Hanna Hlíf sýna í Ketilhúsinu á Akureyrarvöku

hannahli_769_f.jpg bjo_776_rg_e.jpg

Björg sýnir lágvær og innhverf verk þar sem meðal annars má sjá himinbláma, spegilmyndir, garð úr fortíð og feneyjarsaum.

Verk Hönnu Hlífar eru óður til íslenskra hannyrða. Hún notar aldagömul íslensk mynstur sem grunn í útsaumsverkin á sýningunni. Hin fornu mynstur færir hún svo í nýjan búning með því að skreyta hinn hefðbundna krosssaum með „glingri“ úr samtímanum; plasti, pjátri og perlum. Kvenleg skreytilist að fornu og nýju verður Hönnu Hlíf þannig fagurfræðilegur efniviður verkanna.

Ketilhúsið, Listagili, Akureyri.

Opnun á Akureyrarvöku kl 14:00.
Eftir það er opið alla daga nema mánudaga, frá kl 13-17 til 11. september 2011.

Allir hjartanlega velkomnir.

https://www.facebook.com/event.php?eid=209842575738330


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband