11.8.2011 | 10:35
Sýningin „Bábiljur – hégiljur – þjóðtrú“ opnar í Deiglunni
SÝNINGIN Bábiljur hégiljur þjóðtrú opnar í Deiglunni á Akureyri laugardaginn 13. Ágúst kl. 15
Mörk þjóðtrúar og raunveruleika hafa oft á tíðum verið mjög óljós og eru jafnvel enn á upplýsingaöld, hver kannast ekki við að banka í tré og segja sjö, níu, þrettán sér til varnar og það að brjóta spegil boðar sjö ára ógæfu. Hjátrú er leið til að halda fastmótaðri röð og reglu á tilverunni og koma í veg fyrir að farið sé út fyrir vanann, það sem er eðlilegt. Meðan allt er í föstum skorðum þá gengur allt vel...
Sýningin samanstendur af verkum sjö myndlistarmanna sem eru hluti hópsins Höfuðverk þeir sem sýna að þessu sinni eru: Áslaug Anna Jónsdóttir, Ásta Bára Pétursdóttir, Eygló Antonsdóttir, Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, Margét Buhl, Telma Brimdís Þorleifsdóttir, Ragney Guðbjartsdóttir.
Höfuðverk er hópur samnemenda úr Myndlistaskóla Akureyrar, öll hafa þau haldið einkasýningar en þetta er í fyrsta sinn sem hópurinn sýnir saman.
Þema sýningarinnar er bábiljur hégiljur og þjóðtrú og nálgast myndlistamennirnir viðfangsefnið hver á sinn hátt. Á sýningunni verða málverk, skúlptúrar og innsetningar.
Sýningin stendur til 21. ágúst og er opin alla dagana kl. 13-17.
Flokkur: Menning og listir | Breytt 12.8.2011 kl. 17:42 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.