Búkolla og Stolen Speed í Mjólkurbúðinni Listagili

tourist_2.jpg tntoqec.jpg

Systkinin Guðrún Ólafsdóttir og Brandur Ólafsson opna samsýningu í Mjólkurbúðinni  í Listagilinu á Akureyri undir heitinu „Nostalgia Tourist“ laugardaginn 23.júlí kl.14.

Guðrún og Brandur eru bæði búsett í Toronto í Kanada og tengja þau sýninguna við heimalandið Ísland.

Guðrún Ólafsdóttir sýnir leirverk sín sem bera heitið Búkolla í fréttum en þau tengir hún æskuárum sínum á Íslandi og skoðar áhrif efnahagshrunsins á íslendinga; ,,Í verkinu "Búkolla í fréttunum" tengir hún ófarir útrásarinnar við Búkollusöguna og sýnir myndir af helstu útrásarvíkingum og öðrum áhrifavöldum hrunsins.  Jafnvel Búkolla, með sinn einstaka mátt, undrast töfrana í hugsun bankamanna og fjármálamanna fyrir hrunið.  Vatnsberanum, sem nú á að flytja í Bakarabrekkuna, bregður fyrir og heldur ekki lengur á vatnsfötum, heldur Bónuspokum“


 

Brandur Ólafsson sýnir tvö ljósmyndaverk, Gluggarnir í Kaldbaksvík og Stolen Speed Juxtapositions. Nature, Beauty and Their Opposites. Í verkinu Gluggunum í Kaldbaksvík fangar Brandur fegurð staðarins og drunga í senn: ,,Ef forynjur og trröll gangi umí mannheimum sé það vissulega á Kaldbak og Kaldbakshorni“. En í verkinu stolen Speed er hann að fást við mótsagnakennda fegurð, sem er að finna í trjám, steinsteypu malbiki, vatni, regni, snjó og fáránlegum byggingum, en það verk var tvö ár í vinnslu.

 

Sýningin Nostalgia Tourist í Mjólkurbúðinni stendur 23.- 31.júlí

Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 eða eftir frekara samkomulagi

 

Með bestu kveðju úr Mjólkurbúðinni

Dagrún Matthíasdóttir s.8957173

dagrunm@snerpa.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband