19.7.2011 | 10:33
Kristján Pétur með tónleika og sýningarlok í Verksmiðjunni á Hjalteyri
Uppáhaldslög
Kristján Pétur Sigurðsson verður með tónleika í Verksmiðjunni á Hjalteyri laugardagskvöldið 23. júlí og hefjast þeir kl. 20:30.
Flutt verða nokkur uppáhaldslög eftir bæði Kristján Pétur og aðra. Húsið mun sjá um hljóðmögnun. Sérlegir aðstoðarmenn eru Guðmundur Egill Erlendsson og Birgir Sigurðsson. Aðgangur er ókeypis.
Hér er hægt að skrá sig á viðburðinn á facebook: https://www.facebook.com/event.php?eid=222566907785635
Nánari upplýsingar veitir Kristján Pétur í síma 895 9546 og í strandkp(hjá)simnet.is
Síðustu forvöð eru svo að sjá sýninguna Innsýn í Verksmiðjunni á Hjalteyri um helgina. Sýnendur eru Eygló Harðardóttir, Guðjón Ketilsson, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, Joris Rademaker og Jón Laxdal.
Joris Rademaker er sýningarstjóri og hann valdi fjóra listamenn með sér til að vinna frjálslega með hugmyndir sem tengjast að einhverju leiti starfsemi Verksmiðjunnar og rými hússins. Á sýningunni eru skúlptúrar, málverk, veggmálverk og innsetningar.
Verksmiðjan er styrkt af Eyþingi.
Sýningin er opin laugardaga og sunnudaga milli kl. 14.00 - 17.00 og einnig á meðan tónleikar Kristjáns Péturs standa yfir.
Verksmiðjan á Hjalteyri
Neðst á Hjalteyri, 601 Akureyri, 4611450
http://www.verksmidjan.blogspot.com
https://www.facebook.com/pages/Verksmi%C3%B0jan-%C3%A1-Hjalteyri/92671772828
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Dægurmál, Tónlist | Breytt s.d. kl. 10:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.