6.7.2011 | 23:39
Listvísindamiðja barna í Verksmiðjunni á Hjalteyri
Keðjuverkun - Verksmiðjunni á Hjalteyri
Helgina 9. og 10. júlí stendur Verksmiðjan á Hjalteyri fyrir vísinda/listasmiðju fyrir börn á öllum aldri frá kl. 13 - 17, báða dagana. Boðið verður upp á verkefni sem byggjast á keðjuverkun. Úr tilfallandi efnivið á staðnum og öðru verða byggðar risastórar brautir fyrir kúlur og bolta sem koma af stað keðjuverkun annarra hluta.
Markmiðið er að börn og foreldrar læri saman á skemmtilegan hátt um orsök og afleiðingu, tengsl hraða, halla og stærðar á skemmtilegan og skapandi hátt. Um hönnun, jafnvægi, fagurfræði og fleira. Keðjuverkun er viðfangsefni fjölda listamanna. Hjá sumum rekast orð á orð, örðum hlutur á hlut. Meðal merkra listamanna sem skoðað hafa keðjuverkun í verkum sínum eru þeir Peter Fischli og David Weiss. Smiðjan er ætluð allri fjölskyldunni, en börn yngri en átta ára verða að vera í fylgd með fullorðnum.
Smiðjustjóri er Kristín Dýrfjörð lektor við Háskólann á Akureyri og leikskólakennari. Hún hefur unnið með börnum og fullorðnum í vísindasmiðjum í mörg ár og þróað þá hugmyndafræði. Síðasta verkefni hennar snýr að því að vinna með kúlurennibrautir í leikskólanum Aðalþingi í Kópavogi. Tengill námskeiðsins og starfsmaður Verksmiðjunnar á Hjalteyri, er Arna Valsdóttir, myndlistarkona, þær Arna og Kristín hafa unnið lengi saman að vísindasmiðjuverkefnum. Með þeim verður Sandra Lilja Parvainen sem er í myndlistarnámi í Finnlandi.
Nánari upplýsingar eru hægt að fá hjá Örnu Valsdóttur, í síma 8659755 og hjá Kristínu Dýrfjörð í síma 8974246 og á feisbókarsíðu viðburðarins http://www.facebook.com/event.php?eid=159930537413278
Nánari upplýsingar
Hér má sjá börn í Aðalþingi gera fyrstu tilraun með útikúlurennibauti http://www.youtube.com/user/adalthing1
Og hér má sjá fyrstu tilraunir með innibrautir. http://www.youtube.com/user/adalthing1#p/u/7/ohPtt8YLWCs
Á síðu Aðalþings má finna umfjöllun um tengsl lista og leikskólastarfs. http://www.adalthing.is/index.php/stefna/tengsl-lista-og-leiksk-lastarfs/
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Umhverfismál, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 23:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.