Duet- Duet
Föstudagskvöldið 1. júlí kl. 21 opnar ástralski listamaðurinn Adam Geczy sýningu sína Duet-Duet í Boxinu, Gilinu á Akureyri.
Adam Geczy hefur nýlega lokið vinnustofudvöl í Hrísey. Á sýningunni verða tvö myndbandsverk frumsýnd. Þau eru unnin í samvinnu við tvö ólík tónskáld sem starfað hafa með Adam síðasta áratuginn. Í verkunum sést hvað samvinna með ólíkum listamönnum færir mann á ólíka staði. Eitt verkanna Kakadu (2009) er unnið út frá hljóða-ljóði (tone-poem) með sama nafni eftir einn af virtustu tónskáldum ástrala, Peter Sculthorpe. Kakadu er verndað svæði í norður Ástralíu, þekkt fyrir fegurð og stórbrotið landslag.
Verkið AreaContraPunctus 7 (2011) sem er unnið með Thomas Gerwin er án tilvísana út á við nema í óhlutbundin form.
Sýningin stendur til 17. júlí og eru allir velkomnir.
Á sama tíma verður kynnt í Boxinu myndlistarkonan Björg Eiríksdóttir sem sýnir eftirfarandi verk:
Málverk, olía á striga, Horfir í spegil, 2011
Textílverk, þrykk og útsaumur á ull út frá handverki ömmu, 2011
Teikning, undirbúningur fyrir málverk 2001
ALLIR VELKOMNIR!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.