ÁLFkonur sýning á Fólkvanginum og Listasumri og Goya/Tapasbar

image-1_1091558.jpg

 

 

Áhuga-Ljósmynda-Félag kvenna á Eyjafjarðarsvæðinu = ÁLFkonur. 

F

élagsskapurinn er eins árs og hafa konurnar 

hist á miðvikudagskvöldum 1-2svar í mánuði 

og rætt áhugamál sitt, 

auk þess að skreppa 

í styttri og lengri ljósmyndaferðir. 

Markmiðið er að 

fræðast og betrumbæta færni og ljósmyndatækni. 

Sýningin -SAMTAL UM RÆTUR- er þriðja sýning ÁLFkvenna.


Sýnendur:

Berglind H. Helgadóttir
Hrefna Harðardóttir
Linda Ólafsdóttir
Helga Gunnlaugsdóttir
Helga Heimisdóttir
Guðný Pálína Sæmundsdóttir
Díana Bryndís
Ester Guðbjörnsdóttir
Agnes H. Skúladóttir
Margrét Elfa Jónsdóttir


SAMTAL UM RÆTUR
Það má með sanni segja að orðið hafi til „samtal um rætur" meðal okkar kvenna í ÁLFkonu-hópnum. 
Minningar helltust yfir okkur og margar hugmyndir kviknuðu. Hvaðan komum við? Hverjar eru rætur okkar? 
Hvers er að minnast? Þó við séum ekki margar í hópnum er bakgrunnur okkar, minningar og reynsla mjög mismunandi og afar ólíkur. 

Það er skemmtilegt þegar hópur kvenna, með sama áhugamál, kemur saman og vinnur að sameiginlegu verkefni. Umræður skapast.
Hugmyndir lifna og ljósmyndir verða til. Fyrst sem agnarsmá mynd í hugaskoti hverrar og einnar sem síðan vex og dafnar og verður að ljósmynd á vegg. Listaverki sem skapast vegna minninga sem hver okkar á og geymir með sér.

Rætur hverrar plöntu stækka í samræmi við vöxt plöntunnar sjálfrar og sama má segja um okkur. Hver okkar á sér eigin rætur. 
Við lítum til baka og horfum til formæðra okkar sem komu okkur á þann stað þar sem við nú stöndum. 
Við mismunandi kjör og mismunandi aðstæður hafa konur fætt börn í þennan heim. 
Nýtt líf verður til og alltaf er það jafnmikið kraftaverk. Fætt þau og klætt og komið þeim til manns. 
Hugurinn leitar til mömmu og til ömmu og svo til langömmu. Hvar værum við í dag ef þeirra hefði ekki notið við? Hmmm?....... 
(H.G. júní 2011)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vildi benda á að nafnið Álfkonur stendur fyrir = "Áhuga-Ljósmyndara-Félag fyrir konur" en ekki Áhuga-Ljósmynda-Félag kvenna! Bestu kveðjur, Agnes

Agnes H. Skúladóttir (IP-tala skráð) 18.6.2011 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband