25 ára MA stúdentar sýna saman í BOXinu, Sal Myndlistarfélagsins

 maisyning_1307996803

Yfirskrift myndlistarsýningar sem opnar í Boxi, sal Myndlistarfélagsins, Kaupvangsstræti 10, Akureyri, þann 16. júní kl 17.00 er: „25 ára MA stúdentar“. Listamennirnir sem sýna eru Birgir Snæbjörn Birgisson, Brynhildur Kristinsdóttir, Gústav Geir Bollason, Laufey Margrét Pálsdóttir, Pétur Örn Friðriksson og Sigtryggur Bjarni Baldvinsson.  Þessir listamenn sem allir eru samstúdentar úr MA, sýndu saman ásamt fleirum, í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju fyrir 20 árum síðan, en hafa nú ákveðið að leiða saman hesta sína aftur á þessum tímamótum. Sigurður Ingólfsson mun lesa upp ljóð við opnunina, rétt eins og hann gerði fyrir 20 árum síðan. Sýningin stendur til sunnudagsins 26 júní, og er opin laugardaga og sunnudaga frá 14 - 17.

(af vef Vikudags)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband