Helga Sigríður opnar sýningu í Gallerí+

sam_1401.jpg

Laugardaginn 4.júní kl. 15 opnar Helga Sigríður málverkasýninguna Hvíti dúkurinn í Gallerí+, í Brekkugötu 35 á Akureyri.
Sýningin er opin laugar- og sunnudaga milli klukkan 14-17 og aðra daga eftir samkomulagi.
Sýningunni lýkur sunnudaginn 12. júní. Helga Sigríður útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri 2003.

Um sýninguna skrifaði Helga Sigríður:

Hvíti dúkurinn

Ég keypti dúkinn í Toronto og lagði hann á hringlaga borðstofuborðið.
Það kom blettur í hann.
Þrátt fyrir blettinn fylgdi dúkurinn mér til Tálknafjarðar. Þar hékk hann í eldhúsglugganum.
Litlar hendur klipptu í hann.
Aftur fylgdi dúkurinn mér í flutningum á æskuslóðir í Eyjafirði.
Nú er hann notaður sem mynstur á striga.


G. Pálína Guðmundsdóttir

Gallerí +

Brekkugötu 35

Akureyri

sími 462 7818

http://galleriplus.blog.is

helga_4_1.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband