Frestur til að sækja um í Náttúruverndarsjóð Pálma Jónssonar er til 20. apríl

styrkur2

Vakin er athygli á að frestur til að sækja um í Náttúruverndarsjóð Pálma Jónssonar stofnanda Hagkaups er til 20. apríl. 2011

Virðing - Vægi - Verðmæti
Markmið sjóðsins er að auka almenna þekkingu á íslenskri náttúru svo að umgengni okkar og nýting á verðmætum hennar geti í ríkari mæli einkennst af virðingu og skynsemi. Samhliða er leitast við að bæta tengsl Íslendinga við náttúru landsins og efla með því gott hugarfar, mannlíf og atvinnustarfsemi í sátt við umhverfið.
Markmiði þessu verði náð með því að styrkja verkefni sem fást við sköpun og miðlun þekkingar um náttúruna í víðum skilningi.
Farvegurinn getur verið í gegnum listir, hvers kyns fræði og vísindi.
Eyðublöð og leiðbeiningar til umsækjenda er að finna á heimasíðu sjóðsins: www.natturuverndarsjodur.is

Með kveðju,
Sólrún Harðardóttir
starfsmaður sjóðsins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband