Hafnfirsk list í 002 Gallerí

052.jpg


Þrír hafnfirskir listamenn og einn ástralskur opna sýningu kl.14 laugardaginn 5.mars, í 002 Gallerí. Nafn sitt dregur galleríið af númeri íbúðarinnar, 002, að Þúfubarði 17 í Hafnarfirði, sem er hvorttveggja í senn íbúð og sýningarrými Birgis Sigurðssonar, myndlistarmanns og rafvirkja.

Listamennirnir hafa notað mjög mismunandi leiðir í listsköpun sinni. Christopher Hickey er gestur Ólafar Bjargar Björnsdóttur, en saman unnu þau ísskúlptúra á Hljómalindarreitnum, sem vakið hafa athygli að undanförnu. Á sýningunni munu þau halda áfram með þá hugmynd. Aðalheiður Skarphéðinsdóttir sýnir nýjar akríl og tölvugrafík myndir sem unnar voru meðan hún dvaldi í Lovíisa í Finnlandi í vetur.  Kristbergur Óðinn Pétursson sýnir verk sem hann hefur málað á síðustu mánuðum.

Þetta er fimmta sýningin í þessu óvenjulega sýningarrými og þar með líkur fyrsta starfsári 002 Gallerís, sem notar tækifærið og þakkar frábærum listamönnum og áhorfendum fyrir magnað ár.

Sýningin opnar klukkan 14.00 og er opin til 17.00 á laugardag og sunnudag. Athugið að sýningin er aðeins opin þessa einu helgi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband