Safnakennsla í Listagilinu á Akureyri

Grofargil

Myndlistafélagið hefur í samvinnu við Menningarmiðstöðina í Listagili, Akureyrarstofu og Listasafnið hafið safnakennslu í Listagilinu á Akureyri í því skyni meðal annars að efla safnavitund barna og auka samstarf við skólana í bænum. Lögð verður sérstök áhersla á fjölskyldu- og barnamenningu og það að auka áhuga barna á menningu og listum.

Nú stendur yfir á Listasafninu sýningin "Varanlegt augnablik" þar sem listamennirnir Sigtryggur Baldvinsson og Þorri Hringsson sýna verk sín. Báðir vinna þeir með umhverfið og náttúruna, ár og  vötn. Hér er á ferðinni einstaklega áhugaverð sýning sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Í heimsókn á Listasafnið verður fjallað um sýninguna og listamennina en nemendur fá einnig að vinna stutt verkefni sem tengjast þessari sýningu. Sýningin stendur til 6. mars.

Einnig verður boðið upp á heimsókn í Davíðshús. Hús skáldsins er einstaklega fallegt og áhugavert. Þar eru verk eftir listamennina Kjarval, Kristínu Jónsdóttur, Ásgrím Jónsson og marga fleiri. Í þessari heimsókn verður einnig fjallað um skáldið og heimilið hans.

Hægt er að panta leiðsögn hjá Brynhildi Kristinsdóttur með því að senda tölvupóst á safnakennsla@akureyri.is eða í síma 868 3599. Brynhildur tekur á móti hópum frá kl. 8-16 á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum en frá kl. 13-16 á fimmtudögum og föstudögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband